Fjölbreyttar kennsluaðferðir

Nemendur njóta trausts í skólanum

Nemendum á að líða vel í skólanum

Samvinna - Traust - Virðing

 

Áfram heldur lestrarkeppnin á miðstigi

14890503_10210960190030877_752632055913690543_o

5. VS og 5. IHÓ öttu kappi í dag í spurningakeppninni ásamt 7. HJ. Úr varð æsispennandi keppni þar sem úrslitin réðust í síðustu spurningunum. Allir stóðu sig með miklum sóma, bæði keppendur og áhorfendur. Fór svo að 5. IHÓ komst áfram og mun keppa í undanúrslitum.

Fyrsta keppnin í lestrarkeppninni

14681734_10207826367032824_2053195452914758659_n

Fyrsta keppnin í lestrarkeppninni var haldin á miðstiginu í gær, 26.október. Þeir bekkir sem kepptu innbyrðis að þessu sinni voru 6. LK, 6.SÓ og 5.VH. Keppnin er svipuð og Útsvarið og er spurt út úr bókarlista sem nemendur fá á vorin áður en skóla líkur. Þessi keppni er hugsuð sem lestrar hvatning út í sumarið og haustið.

Vetrarfrí á morgun, 20. október

grundaskoli_logo

Vetrarfrí hefst á morgun, fimmtudaginn 20. október og lýkur á mánudaginn 24. október.

Vonandi hafa allir það gott í fríinu og njóta samverustundanna með fjölskyldu og vinum og starfsfólk Grundaskóla hlakkar til að sjá nemendurna hressa á þriðjudaginn 25. október.