Fjölbreyttar kennsluaðferðir

Nemendur njóta trausts í skólanum

Nemendum á að líða vel í skólanum

Samvinna - Traust - Virðing

 

9. bekkur á Langasandi

14040160_10208679658223370_4717527417878660250_n
Í byrjun skólastarfsins fór 9. bekkur niður á Langasand í dásamlegu veðri og verkefnið var að búa til listaverk. Áður en við lögðum af stað sýndum við nemendum alls konar myndir til að koma hugsuninni í gang.
Nemendur skiptu sér í hópa, tóku síðan mynd af verkinu á símana sína og sendu í síma eins kennarans.

Nemendur nutu þess að vera úti í góða veðrinu og myndirnar tala sínu máli.

Skólasetning mánudaginn 22. ágúst

Skólasetning er á mánudaginn 22. ágúst. Nemendur eiga að mæta sem hér segir:

kl. 09            1. bekkur – 2. bekkur

kl. 10            3. bekkur – 4. bekkur

kl. 10:30      5. bekkur – 7. bekkur

kl. 11             8. bekkur – 10. bekkur

Stutt samvera á sal og í framhaldi fer umsjónarkennari með sinn bekk upp í stofu og afhendir stundatöflur og fleira. Foreldrar og forráðamenn velkomnir.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Velkomin til starfa

grundaskoli_logo

Fyrsti skipulagsdagur starfsmanna Grundaskóla skólaárið 2016-2017 er mánudaginn 15. ágúst,

Dagskrá fyrsta skipulagsdags er sem hér segir:

Mánudagur 15. Ágúst

Kl. 08.30 Mæting, morgunkaffi

Kl. 09.00Velkomin til starfa- Starfsmannafundur á sal

Kl. 10.00 Kaffihlé

Kl. 10.30 Deildafundir / árgangafundir

Kl. 12.00 Hádegishlé

Kl. 13.00 Námsmat og námsskrá Grundaskóla. (Fyrirlestur og umræður).

Kl. 14.00 Fundur með nýjum starfsmönnum í Grundaskóla

Kl. 14.00 Undirbúningur í stofum o.fl.

Kennarar afli upplýsinga um nýja nemendur hjá skólaritara og bjóði þeim að koma í skólann þriðjudaginn 16. ágúst kl. 13.00 eða á öðrum tíma ef foreldrum hentar það betur